Alison-Nicholas og Suzann-Pettersen á Solheim-Cup eftir sigurinn
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2011 | 14:00

Stjörnurnar á Solheim Cup

Eftirfarandi grein birtist á Sky Sports fyrir um 3 klst síðan:

Við vissum að Evrópa myndi keppa fyrstu 2 daga Solheim Cup – sagan segir okkur að svo sé.

Við vissum að hinir þjóðernisræknu Bandaríkjamenn myndu verða grimmir og stoltir andstæðingar á lokadeginum – sagan sagði að það séu þeir ávallt.

Við vissum líka að sagan sagði okkur að Evrópa myndi gefa eftir í tvímenningsleikjunum – en okkur grunaði (og við vonuðum) og það yrði öðruvísi í ár.

Það sem við gætum aldrei hafa ímyndað okkur er að allt myndi verða svo ólíkt á svo dramatískan hátt.

 

Venjan

Venju samkvæmt hefir Evrópa ekki aðeins átt í erfiðleikum á lokadeginum í tvímenningnum heldur á lokaholunum sjálfum, þegar álagið er mest.

Og meðan á fjórmenningunum og fjórleikjunum í Killeen Castle stóð þá viðhélst venjan, reyndar var það ástæðan fyrir að liðin tvö voru jöfn á laugardagskvöldinu – aftur og aftur voru Bandaríkjastúlkurnar sterkari þegar leið að lokum viðureignanna.

Á einni holu fremur en annarri kom þetta berlega í ljós – á fyrstu 2 dögunum spiluðu liðin 17. holu 10 sinnum. Bandaríkjamenn unnu 8 sinnum og fengu 1/2 vinning tvívegis.

En á lokadeginum var þessari tölfræði umbreytt –  Holan var spiluð í 8 skipti (af 12 leikjum) Evrópu vann holuna tvisvar, fékk 1/2 vinning 6 sinnum og tapaði henni ALDREI!

En þó næstsíðasta holan væri örlagrík, þá var fræjum sigurs sað fyrr á löngum degi, sem slæmt veður truflaði leik tvívegis.

 

Viljayfirlýsingar

Þegar bandaríski (liðsstjórinn) setti Paulu Creamer fyrsta út (til að spila á móti Catrionu Matthew frá Skotlandi í tvímenningnum) þá var um viljayfirlýsingu að ræða – hún (Paula) hafði verið taplaus alla vikuna, var með 100% árangur í tvímenning á ferlinum og sem hvirfilvindur á fyrri Solheim Cup mótum sem Evrópubúar vissu ekki hvernig átti að stöðva.

Svarið fólst í Catrionu Matthew frá Skotlandi.

Hún átti líka fínan feril í tvímenningi (4 sigra og 1 tapleik) en margir efuðust að hún gæti sjálf sent frá sér viljayfirlýsingu. En hún gerði það þegar á 2. flöt. Þegar Paula lagði upp fyrir fugli, setti Matthew niður ótrúlega flott pútt, sem snákaðist yfir flötina (og fékk fugl).  Paulu mistókst að jafna og frá þeim punkti var allt niðurá við fyrir hana og Matthew stóð upp sem 6&5 sigurvegari.

Á eftir (Catrionu) var Sophie Gustafsson, sem sagði að hún hefði spilað besta Solheim Cup golfið sitt á ævinni, lauk keppni með 100% árangri (þ.e. sigraði alla leiki sína) og hin pínulitla en hugrakka Christel Boeljon sigraði Brittany Lincicome.

Evrópa hafði líka þegar hlotið fyrsta vinning við skrítnar kringumstæður. Cristie Kerr náði ekki að klára leik vegna þess að úlnliðsbólgur tóku sig upp hjá henni.  Í upphafi var samúðin Bandaríkja megin, en síðan kom í ljós að Cristie hafði verið að spila með verkjum alla vikuna.

Af hverju? fór fólk að spyrja sjálft sig hafði hún spilað í öllum fjórum leikjum á föstudag og laugardag? Meðaumkun með Kerr, sem greinilega var í uppnámi hélst og var einnig með „ekki” andstæðingi hennar Karen Stupples, en Rosie Jones verður að svara fyrir þetta á næstu vikum (Innskot: Ef spyrja mætti Rosie einnar spurningar þá af hverju í ósköpunum hún leyfði ekki Alexis Thompson að spila í stað Kerr, fyrst Kerr var meidd?)

 

Síðbúið hrun 

Þessir 4 vinningar höfðu fært Evrópu nær sigri en þegar Laura Davies tapaði lokaholunni fyrir Juli Inkster og hafði bara 1/2 vinning upp úr sínum leik leit út fyrir gamalkunnugt síðbúið hrun (evrópska liðsins) væri að endurtaka sig.

Þegar aðeins átti eftir að spila 3 leiki  þurfti Evrópa á 2 vinningum að halda, en var undir í 2 og jöfn staða í þeim þriðja.

 

Síðbúinn afturbati 

En stikkorð dagsins var afturbati, sem var áhrifamikill, frækinn með villtum senum spennings.

Hæst rankaði leikmaður liðs (Evrópu) Suzann Pettersen setti tóninn þegar hún setti niður langt fuglapútt á par-3 16. flötinni og jafnaði við Michelle Wie.

Á par-4 17. brautinni setti Suzann innáhöggið innan við 2 metra frá holu, en Wie setti niður af 5 metra færi fyrir fugli og Suzann gerði það sama undir mikilli pressu.

Af þeim sem komu á eftir henni, Hedwall (sem var 2 undir á móti Ryann O´Toole) og Muñoz (sem var jöfn Angelu Stanford) gat hvorug þeirra unnið 16. holu, en Hedwall setti niður hnjáskelfi til þess að halda sér á lífi í leik sínum (þetta pútt var einstaklega dýrmætt).

Innáhögg Suzann á 18. braut var tilkomumikið og hún var um 2,5 metra frá fugli og að síðustu tókst henni að brjóta Wie – innáhögg hennar lenti í sandinum og jafnvel þótt hún sýndi mikla hæfileika til að ná boltanum upp fyrir pari, kláraði Suzann dæmið með ótrúlegum 3. fugli og hafði þrátt fyrir skopp sigur.

Á meðan hafði Hedwall unnið 17. holuna og þrælhitt lokabrautina. Þegar aðhögg hennar fór síðan hárnákvæmt að pinna sló O´Toole út í áhorfendaskarann.

Á eftir þeim hafði hinni spænsku Muñoz tekist að slá 110 metra aðhögg sitt á 17. innan við meter frá pinna og Stanford gat ekki jafnað það og 1/2 vinningur svotil í höfn úr þeim leik.

Þegar  O´Toole hafði „fluffað” chippið sitt úr áhorfendaskaranum og ekki sett niður í 4. höggi hafði nýliðinn Caroline ekki aðeins unnið 1/2 vinning heldur náð Solheim Cup (aftur) til Evrópu.

Stikkorðið hér: hávaðarsöm fagnaðarlæti; lokahollið kom upp að flötinni í gegnum stóran fólksskara, sem streymt hafði á völlinn. Muñoz og Stanford höfðu ekki fyrir því að ljúka leik; þær tóku upp bolta sína til þess að hefja partý, sem stóð fram til morguns næsta dag.

Fyrirliðinn Alison Nicholas og stjörnuleikmaður hennar Suzann Pettersen höfðu sagt alla vikuna að þetta væri besta […] Solheim Cup lið sem þær hefðu verið með.

Alison stóð ekki við orðin tóm hún bakkaði þau upp með aðgerðum þ.e. að hvíla hvern kylfing á einhverju stigi þannig að hún væri alltaf með nokkra ferska sérstaklega á lokadeginum.

Suzann virtist líka vera undir minni pressu en 2009, þegar ábyrgð liðsins virtist hvíla þungt á herðum hennar.

Ekki einum kylfingi mistókst að ná einhverjum árangri í vikunni og afleiðingin var mikil hvatning fyrir kvenagolf í Evrópu, sem upphefur ímynd íþróttarinnar en ekki síður þær 12 fræknu sálir sem sneru sögunni við á svo hrífandi og hugrakkan hátt.

Heimild: Sky Sports