Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2020 | 18:42

Stigamótaröð GSÍ 2020 (1): Valdís og Haraldur efst e. 2. dag

Heimakonan Valdís Þóra er að spila frábært golf og heldur forystu sinni í kvennaflokki á B-59 hótel mótinu; lék á glæsilegum 68 höggum í dag.

Í kvennaflokki er staðan eftir 2. dag eftirfarandi:

Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67-68 högg (-9)
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68-72 högg (-4)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71-72 högg (-1)
Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74-71 högg (+1)
Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 74-75 högg (+5)
Saga Traustadóttir, (GR) 73-76 högg (+6)
Berglind Björnsdóttir, (GR) 76-77 högg (+9)

Haraldur Franklín Magnús, GR,  er efstur í karlaflokki hefir spilað á samtals 9 undir pari.

Í 2. sæti er Hákon Örn Magnússon, GR (-8) og í 3. sæti Hlynur Bergsson, GKG (-7).

Á besta skorinu í dag var Axel Bóasson, GK, lék á 66 höggum og var nálægt vallarmetinu – Hann er nú T-4 á samtals 5 undir pari.

Sjá má stöðuna á B-59 hótel mótinu með því að SMELLA HÉR: