Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2020 | 19:00

Stigamótaröð GSÍ 2020 (1): Valdís, Haraldur og Hákon Örn efst e. 1. dag B-59

B-59 Hótel mótið, 1. mótið á stigamótaröð GSÍ 2020 hófst í dag á Garðavelli á Skaganum.

Það kemur örugglega fáum á óvart að það er heimakonan, Valdís Þóra sem leiðir í kvennaflokki.

Hún lék 1. hring á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum!

Staðan hjá konunum eftir 1. hring er eftirfarandi:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 67 högg (-5)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 68 högg (-4)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 71 högg (-1)
4.-5. Saga Traustadóttir, (GR) 73 högg (+1)
4.-5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, (GA) 73 högg (+1)
6.-7. Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 74 högg (+2)
6.-7. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 74 högg (+2)
8. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, (GR) 75 högg (+2)
9.-12. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, (GK) 76 högg (+4)
9.-12. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, (GOS) 76 högg (+4)
9.-12. Berglind Björnsdóttir, (GR) 76 högg (+4)

Hjá körlunum eru GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon efstir og jafnir, báðir á sama skori og Valdís Þóra, 5 undir pari. Að öðru leyti er staða efstu karla eftirfarandi:

1.-2. Haraldur Franklín Magnús, GR 67 högg (-5)
1.-2. Hákon Örn Magnússon, GR 67 högg (-5)
3. Hlynur Bergsson, GKG 68 högg (-4)
4.-5. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 69 högg (-3)
4.-5. Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) 69 högg (-3)
6.-9. Aron Emil Gunnarsson, (GOS) 70 högg (-2)
6.-9. Bragi Arnarson, (GR) 70 högg (-2)
6.-9. Ragnar Már Ríkharðsson, (GM) 70 högg (-2)
6.-9. Jóhannes Guðmundsson, (GR) 70 högg (-2)
10.-14. Kristófer Tjörvi Einarsson, (GV) 71 högg (-1)
10.-14. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 71 högg (-1)
10.-14. Sverrir Haraldsson, (GM) 71 högg (-1)
10.-14. Lárus Ingi Antonsson, (GA) 71 högg (-1)
10.-14. Andri Þór Björnsson, (GR) 71 högg (-1)

Í aðalmyndaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir, 22. maí 2020. Mynd: GSÍ