Steve Williams segir bannið á löngu pútterunum muni skaða golfið
Kaddýinn frægi Steve Williams frá Nýja-Sjálandi er ákveðinn að bannið á löngu pútterunum muni aðeins skaða golfið – og það er ekki aðeins vegna þess að vinnuveitandi hans (Adam Scott) notaði slíkan.
Williams segir að þeir sem munu verða fyrir mesta tjóninu vegna bannsins séu almennu klúbbkylfingarnir eða þeir sem spila sér til gamans.
Bannið gegn löngum pútterum (svokölluðum Belly putters og Anchored putters á ensku) gengur í gildi 1. janúar 2016.
„Þetta mun hafa áhrif á gleði fólks og kylfingar gætu endurskoðað hvort þeir vilja halda golfleiknum áfram,“ sagði Williams.
„Ég þekki t.a.m. þó nokkuð af eldri kylfingum sem eru á eftirlaunum og nota langa púttera til þess að koma í veg fyrir áreynslu í baki og þeim finnst bannið slæmt. Er þetta gott fyrir leikinn? Líklega ekki.„
Adam Scott notaði langan pútter þegar hann varð fyrsti ástralski kylfingurinn til þess að sigra á Masters mótinu í Augusta. Þá var Williams á pokanum hjá honum og hann þótti hafa bætt púttin sín mikið með „kústsköftunum“ (ens. broomsticks) eins og pútterarnir voru uppnefndir.
Williams taldi hins vegar að Scott myndi ekki vera í neinum vandræðum með að nota venjulegan pútter aftur.
„Hann hefir bætt sig og í mínum augum púttar hann betur og lítur betur út yfir boltanum,“ sagði Williams.
Hann vorkennir hins vegar kylfingum á borð við Tim Clark og Keegan Bradley, sem hafa notað langa púttera allan sinn feril og telur að kostir slíkra púttera hafi verið oftaldir.
„Belly pútterinn hefir verið hluti af leiknum frá 8. áratugnum. Að breyta til eftir svo langan tíma það má draga það í efa.“
„… ef maður lítur á þá sem eru leiðandi í púttum á PGA Tour og allra þeirra stráka sem leiða í pútt tölfræðinni á heimsvísu, þá notar enginn þeirra langan pútter. „
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
