Steve Williams: „Enginn óttast Tiger lengur!“
Fyrrum kylfusveinn Steve Williams hefir komið fram í fjölmiðlum og sagt að enginn óttist Tiger Woods lengur (ens.: (he) has lost his intimidation factor).
Williams bar kylfur nr. 1 í öllum nema 1 af 14 sigrum Tiger í risamótum. Tiger rak Williams eftir að framhjáhaldssögur um hann komust í hámæli 2011 og hann féll niður á heimslistanum.
„Þettta er bara persónuleg atriði og ágreiningsatirði um hvernig hlutirnir voru,“ sagði Williams, sem nú er kylfuberi nr. 2 á heimslistanum.
„Hann hugsar sitt og ég mitt.“ sagði Willams „Ég verð að leysa úr þessu með honum.“
„En ég hef ekki haft tækifærið til þess að setjast niður með honum og skýra út nokkur atriði en það mun gerast á einhverju stigi.“
Síðan Tiger tók sér frí til þess að ganga frá málum í einkalífi sínu hefir hann ekki virtst vera sami kylfingur. Siðasti sigur hans í risamóti var 2008 á Opna bandaríska.
„Hann hefir ekki „hræðslufaktorinn“ lengur. Það var býsna stórt, strákarnir óttuðust hann en það er enginn lengur hræddur við hann. Það skiptir miklu,“ sagði Williams.
Í millitíðinni hefir Williams gefið út að hann ætli að hætta kaddýstörfum í lok árs eftir að hafa gengt starfi kylfusveins í yfir 3 áratugi.
„Adam veit um fyrirætlanir mínar. Hann veit að 2014 er síðasta ár mitt í fullu starfi og hann veit að ef ég held áfram 2015 þá verður það á einhvern takmarkaðan máta.“
„Þannig að við erum bara að reyna að einbeita okkur að því að eiga eins gott ár 2014 og við getum og síðan ræðum við málin í lok árs.“
„Ég held að þetta sé 36. árið mitt sem kaddý og 36 er ágætis tala sem hefir samhljóm með golfi. Ég er nýorðinn 50 ára og mér fannst bara að þetta væri rétti tíminn. Ég er ekki búinn að fá nóg af starfinu, en ég hef svo sannarlega fengið nóg af því að ferðast.“
„Þannig að í lok árs held ég áfram í hlutastarfi eða hætti algerlega,“ sagði Williams, sem líka hefir verið kylfusveinn Raymond Floyd og golfgoðsagnarinnar Greg Norman.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024