PGA: Steve Stricker sigraði á Hyundai Tournament of Champions, í Kapalua, Hawaii
Steve Stricker hefir alltaf trúað því að reynslan muni fleyta honum langt til að sigra 1. mótið á PGA TOUR (Hyundai Tournament of Champions).
Enginn annar kylfingur er vanari því að skapa sér mikla forystu og sjá hana síðan gufa upp og berjast síðan fyrir sigrinum. Það er einmitt það sem Stricker gerði á Maui í nótt þegar hann vann Hyundai TOC, með lokahring sem leit bara létt út á pappírnum. (Sigur á þessu móti, sem hann vann í 6. tilraun sinni).
Í lokin var það einmitt það sem Stricker gerði.
Það tók hann bara 6 holur að sjá 5 högga forystu sína fyrir lokahringinn detta niður í 1 höggs forystu. Eftir að enn ein mistökin sem skrifast á andlegu hlið leiksins leiddu til skolla, stóð Stricker á 6. flöt, starði niður á flötina, hristi höfuðið, með ógeð á sjálfum sér. Það var á löngu göngunni á 7. teig, þar sem er fallegt útsýni yfir á Kyrrahafið, sem hann minnti sjálfan sig á að hann væri enn í forystu. …. og hana gaf hann ekki eftir, eftir það.
Hann setti niður 8 metra fuglapútt á par-3, 8. brautinni, pitchaði síðan boltann inn á flöt á 9. flöt í hársbreiddarfjarlægð frá holu (sem hann setti niður) og allt í einu var hann aftur kominn í 3 högga forystu og eftir það var þetta bara stríð um að hanga á þessu.
Þetta er í 4. skiptið í síðustu 35 mótum, sem hann hefir tekið þátt í, sem hann hefir a.m.k. haft 4 högga forystu á einhverjum punkti á lokahringnum. A.m.k. leiddi forystan alltaf til sömu niðurstöðu (… sigurs). Stricker sló með sandwedge í meters fjarlægð frá pinna, sem hann setti síðan niður á 16. og gaf honum 2 högga forystu á þeim stað – síðan fékk hann líka fugl á lokaholuna… fyrir bestu sigurlaun sem hann getur ímyndað sér.
Eftir að fá blómsveig að hætti hawaiiískra um hálsinn hlupu dætur hans tvær Bobbi Maria, 13 ára og Isabella, 5 ára á flötina til þess að faðma hann.
„Þetta var erfitt,“ sagði Stricker sem lauk leik í mótinu á samtals -23, 269 höggum. „Ég varð að berjast í allan dag. Það er erfitt að reyna að sigra og það er jafnvel enn erfiðara þegar maður er í forystu eins og ég var í. Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði í dag.“
„Og það er alltaf cool að fá faðmlag frá fjölskyldunni, þegar maður gengur af lokaflötinni.“
Stricker hélt aftur tárunum – þau flæða jafnan frjálslega eftir sigur – kannski er þetta merki um að hann sé orðinn vanur þessum business að sigra. Þetta er 9. sigurinn á PGA frá því hann varð 40 ára (og hann er að verða 45 ára í næsta mánuði) – þetta er 8. titillinn í 50 mótum og… hann færðist upp í 5. sætið á heimslistanum.
Kannski er sigurinn enn sætari vegna þess að fyrir 4 mánuðum fann Stricker fyrir svo miklum sársauka í vinstri handlegg vegna viðvarandi stífs háls að hann var jafnvel að íhuga uppskurð. Hann ákvað að fara fremur í (nudd) meðferðir og nokkrar kortisón sprautur og það reyndist góð ákvörðun.
Hann getur þegar bókað miðann sinn til Hawaii á næsta ári!
Heimild: pgatour.com
Til þess að sjá úrslit á Hyundai Tournament of Champions, smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahrings Hyundai Tournament of Champions, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024