Steve Stricker og Zach Johnson með í Forsetabikarnum
Síðustu tveir sem komust í lið Bandaríkjanna af sjálfdáðum í Forsetabikarnum, sem fram fer í Dublin, Ohio í næsta mánuði eru Zach Johnson og Steve Stricker.
Stricker varð í 2. sæti í Deutsche Bank Championship nú um s.l. helgi og Johnson í 27. sæti og þessi árangur tryggði báðum sæti í bandaríska Forsetabikarsliðinu.
Steve Stricker var áður búinn að senda Fred Couples, fyrirliða liðs Bandaríkjanna SMS þar sem sagði að ef hann næði ekki inn í liðið sjálfur vildi hann ekki að Couples veldi sig í liðið, en fyrirliðar fá að velja tvo kylfinga og á eftir að tilkynna um þá.
Lið Bandaríkjanna skartar nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods og lið Alþjóðaliðsins nr. 2 á heimslistanum Adam Scott …. og þannig hafa leikar oftast farið þ.e. að lið Bandaríkjanna hefir oftar borið sigur úr býtum.
Þannig verður þetta í 10. sinn sem Forsetabikarinn er haldinn frá árinu 1994 og hefir Alþjóðaliðið aðeins 1 sinni unnið (á Royal Melbourne vellinum í Ástralíu 1998) og einu sinni haldið jöfnu (á Fancourt vellinum í George, Suður-Afríku 2003), en lið Bandaríkjanna hefir unnið Forsetabikarinn 7 sinnum.
Þeir 10 í hvoru liði sem hafa komist inn af eigin rammleik:
Í lið Bandaríkjanna:
Tiger Woods, Keegan Bradley, Jason Dufner, Bill Haas, Matt Kuchar, Hunter Mahan, Phil Mickelson, Brandt Snedeker, Steve Stricker og Zach Johnson.
Í Alþjóðaliðinu: Adam Scott, Angel Cabrera, Jason Day, Ernie Els, Branden Grace, Graham DeLaet, Hideki Matsuyama, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel, Richard Sterne.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
