Stephen Gallacher með 2 markmið á PGA Championship
Stephen Gallacher reynir eins og svo margir aðrir sitt besta til þess að sigra á síðasta risamóti ársins, PGA Championship, sem hefst í dag á Valhalla golfvellinum í Kentucky.
Og þar með er þegar búið að nefna meginmarkmið Gallacher, sem líklega er það sama hjá öllum öðrum keppendum í mótinu.
Markmið nr. 2 er hins vegar þrengra þ.e. aðeins þrengri hópur kylfinga stefnir að þessu markmiði, en það eru þeir sem eiga raunhæfan möguleika að tryggja sér sjálfkrafa sæti í Ryder Cup liði Evrópu.
Rory McIlroy, Sergio Garcia, Henrik Stenson, Justin Rose og Martin Kaymer hafa svo til þegar tryggt sér sín sæti, meðan Stephen Gallacher líkt og Victor Dubuisson og Thomas Björn verða að hafa meira fyrir hlutunum.
Níu kylfingar fara sjálfkrafa í liðið og eftir Bridgestone Invitational heimsmótið er G-Mac í 8. sæti og Jamie Donaldson í 9. sæti og markmið hinna verður að hafa af þeim sætin og hinna tveggja að færa sig ofar í 6. eða 7. sætið a.m.k. Síðan er auðvitað líka Luke Donald, sem er sem stendur í 10. sæti.
Samkeppnin er því hörð. Hvað snertir sjálfkrafa sætin er vert að geta þess að Stephen Gallacher stendur betur að vígi en sjálfur Ian Poulter en 7 stigum munar á þeim og eins eru þeir Miguel Angel Jimenez, Francesco Molinari og Lee Westwood á eftir Gallacher að stigum.
Val fyrirliðans á „villtu kortum“ sínum verður erfitt, en fyrirliðinn má velja 3 kylfinga í liðið auk þeirra 9 sem komast sjálfkrafa.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
