Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2015 | 14:00

Stenson: „Viagra eitt bætir frammistöðuna“

Henrik Stenson segir að Viagra sé eina lyfið sem líklegt sé til þess að bæta frammistöðu kylfinga.

Hinn 38 ára Svíi (Stenson) var spurður að því af blaðamönnum á Valspar mótinu hvernig hann myndi haga lyfjaprófunum á PGA Tour, eftir að John Daly brennimerkti þær sem „risabrandara.“

„Það fer eftir því að hverju þið eruð að leita eftir og ég meina það eru reglur um allt á þessum lista,“ sagði nr. 3 á heimslistanum (Stenson) sem var á 67 höggum á fyrsta hring Valspar Championship þar sem m.a. „snákagryfjan“ (the Snake Pit) fræga er í Florida.

„Ef það á að vera langt og beint, gæti Viagra verið það eina sem dugar,“ brosti Stenson.

„Ég veit ekki hvað annað ætti að taka við að bæta frammistöðuna í golfi!“

Stenson sagði að hann hefði látið PGA Tour í hendur þvagsýni s.l. viku á WGC-Cadillac Championship og hann hefði gert það oft í byrjun keppnistímabila.

„Ég hef verið prófaður á Honda, [WGC-Cadillac] Match Play, Doral – í síðustu viku varð ég að pissa í sýnaglas” bætti hann við.