Stenson stefnir hátt 2016
Síðasta ár var mikið óheppnisár fyrir sænska kylfinginn Henrik Stenson.
Sex sinnum varð hann í 2. sæti í mótum og endaði keppnistímabilið sigurlaus.
Þetta batt enda á 3 ára tímabil þar sem hann vann a.m.k. í 1 móti, ár hvert.
„Allt í allt er ég ánægður með hvernig ég spilaði jafnvel þó ég hafi verið pirraður að hafa ekki lokið mótum með sigrum“
„Ég varð í 2. sæti 6 sinnum árið 2015 sem sýnir bara hversu oft ég var að spila um sigurinn, þannig að ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt.“
„Á síðasta ári atti ég kappi gegn frábæru golfi spiluðu af frábærum kylfingum eins og [Jordan] Spieth og [Rickie] Fowler og vonandi næ ég að vera á toppnum á þessu ári.“
„NedBank (mótið) var í rauninni fyndið vegna þess að ekki aðeins leið mér hræðilega illa í byrjun vikunnar heldur sló ég heldur ekki vel inn á flatirnar sem er venjulega sterkasti hluti leiks míns,“ sagði hinn 39 ára Stenson.
„Chippin og púttin héldu mér í mótinu, sem færði mér mikið sjálfstraust, vitandi að ég get keppt þegar ég er ekki 100% í lagi til heilsunnar og ekki 100% í formi.“
Nú snýr Stenson aftur í heimshluta sem hann þekkir vel. Nr. 5 á heimslistanum (Stenson) bjó í Dubai í nokkur ár og heimsækir Sameinuðu arabísku furstadæmin reglulega.
En þó honum hafi alltaf gengið reglulega vel í Dubaí þá á Stenson enn eftir að sigra á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, nokkuð sem hann langar til að gera 24. janúar n.k.
„Ég elska að spila í eyðimörkinni hérna í Abu Dhabi þannig að ég hlakka til,“ sagði Stenson.
„Þetta verður í 11. sinn sem ég byrja árið á National vellinum og ég elska að sjá hversu mjög staðurinn hefur stækkað.“
„Mótið er eitt af því stærsta sem við spilum á Evrópumótaröðinni á árinu og fálkabikarinn er einn sem öllum langar í“
„Ég er að koma af keppnistímabili sem ég tel mig hafa náð einhverjum árangri, þannig ef mér tekst að sigra hérna (í Abu Dhabi) þá gæti það verið stökkpallur á meiri árangur árið 2016.“
En telur Stenson að hann geti bætt risamótssigri á afrekaskrá sína?
„Mér finnst það að eins vera tímaspursmál,“ sagði Stenson. „Ef ég held áfram að gera það sem ég gera þá hugsa ég að ég verði nógu heppinn til þess að sigra í risamóti.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
