Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2015 | 13:44

Stelpurnar okkar unnu Luxembourg

Stelpurnar okkar burstuðu lúxembourgíska kvennalandsliðið í morgun með 4-1 sigri.

Guðnadættur (Heiða & Karen) sigruðu fjórmenningsleikinn á móti þeim Anne-Marie Putz og Tessie Lessure 8&6.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sína viðureign gegn Kim Jakobs 5&4.

Síðan flengdu Ragnhildur Kristinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir sína andstæðinga 7&6.

Aðeins Sunna átti í vandræðum með andstæðing sinn Anne Schwartz og tapaði viðureign sinni 3&1.

Stórglæsilegt þetta hjá stelpunum okkar!!!

Sjá má stöðuna í holukeppninni í Evrópumeistarakeppni kven áhugamanns landsliða með því að SMELLA HÉR: