Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:00

Stelpugolf stendur yfir núna!

Í dag, Uppstigningardag 29. maí 2014 milli kl. 10-14 er Stelpugolfdagurinn á Leirdalsvelli hjá GKG í við Vífilstaði í Garðabæ.

1-Stelpugolf-logo

Þar býðst konum á öllum aldri frí golfkennsla á 6 æfingastöðvum úr hendi 10 golfkennaranema.

Herrar eru að sjálfsögðu velkomnir.  Tilboð er á vallargjöldum á Mýrinni, 9 holu golfvelli GKG.

SNAG (Starting New At Golf) kennsla á staðnum!

Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar munu sjá um glæsilegan golfdag þann 29. maí í GKG Garðabæ  í anda golfsýninga úti í heimi og bjóða upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi.

Markmið Stelpugolfs:

* Að stuðla að hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri.
* Að stuðla að aukinni vitund almennings á fjölskyldugildum í golfíþróttinni.
* Að stuðla að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum.
* Að efla kvennastarf í golfhreyfingunni.

Nú er um að gera fyrir kvenkylfinga að fjölmenna og kynna sér það sem í boði er í golfkennslu og fá leiðsögn!!!

Til þess að kynna sér Stelpugolfið nánar á facebook síðu þess SMELLIÐ HÉR: