Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 07:00

Steini Hallgríms kynnir landsbyggðinni nýjustu kylfur, poka og kerrur

Þorsteinn Hallgrímsson (Steini Hallgríms) eigandi Hole in One verður á ferð um landið til þess að kynna kylfingum landsbyggðarinnar nýjustu   Callaway, Cobra, Mizuno, Ping og Titleist kylfurnar og jafnframt golfpoka og kerrur.

Steini er kylfusmiður og s.s. flestir kylfingar vita sérfræðingur í að mæla þ.e. að finna réttu stærð kylfa fyrir viðkomandi kylfing, sem og sköft.

Nú er um að gera að mæta á „DEMO-daginn“ hjá Steina og kynna sér það sem í boði er.

Dagskrá Steina er með eftirfarandi hætti:

1. Laugardaginn 31. maí kl. 9-11  Kynning hjá GV í Vestmannaeyjum.

2. Sunnudaginn 1. júní kl. 12-14 Kynning hjá GHH í Höfn í Hornafirði.

3. Mánudaginn 2. júní kl. 16-18 Kynning hjá GN á Neskaupsstað.

4. Þriðjudaginn 3. júní kl. 16-19 Kynning hjá GA á Akureyri

5. Miðvikudaginn 4. júní kl. 16-19 Kynning hjá GSS á Sauðárkróki.