Spiranac neitar að hafa verið boðin þátttaka í móti vegna útlitsins eins
Paige Spiranac er nafn sem e.t.v. ekki margir kannast við. Og þó….
Daman á yfir 500.000 fylgjendur á Instagram, sem fylgjast með hverju skrefi hennar.
Spiranac gerðist atvinnukylfingur í ágúst s.l. og hefir nú þegið boð um að spila á því móti Evrópumótaraðar kvenna, LET, þar sem verðlaunafé er hvað hæst, í Dubaí, sem hófst í dag.
Ákvörðunin um að leyfa henni þátttöku í mótinu hefir vakið upp sterk mótmæli; fyrir það fyrsta er hún ekki með kortið eftirsótta og hefir því ekki þátttökurétt í mótum LET auk þess, sem margir vilja meina að hún hafi bara fengið þátttökuréttinn út á gott útlit.
Á 1. hringnum í dag lék Spirnac á 77 höggum.
„Ég skil vel hvaðan gagnrýnisraddirnar koma frá. Ég meina ég hef spilað golf og náð góðum skorum en þegar maður horfir á leik minn samanborið við toppkylfingana í heiminum, þá er ég bara ekki í sama klassa og þeir.“
Síðan bætti Spirnac við:
„Ég vildi bara að allir sæju hversu hart ég legg að mér. Mér tekst þetta kannski eða kannski ekki. En ég er bara að reyna að einbeita mér að því hvað þarf að gera til þess að komast á næsta stig en ekki einbeita mér að því hvað þeir segja.“
Spirnac viðurkennir líka að hún væri eflaust ekki í mótinu ef hún væri ekki með yfir 500.000 aðdáendur á Instagram.
„Ég væri ekki hérna án þeirra,“ sagði hún og sagði svo loks: „Ég er mjög heppin að hafa alla þessa fylgjendur og að þeim líkar að horfa á mig og sjá hvað ég er að gera. Þannig að mér finnst þetta svalt og þetta hefir opnað dyr fyrir mig á atvinnukylfings ferli mínum og það er það sem mig raunverulega langar til þess að gera; að spila golf, vegna þess að ég elska það svo mikið!“
Sjá má Instagram myndir af Paige Spirnac með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


