Spiranac grip g. einelti
Félagsmiðladrottningin og kylfingurinn Paige Spiranac er að koma á markað takmörkuðu upplagi af SuperStroke pútter gripum og rennur helmingur innkomunnar að sögn til Cybersmile Foundation.
Spiranac er sendiherra hóps, sem hefir að markmiði að berjast við einelti og á netinu og vonast til þess að þetta framtak hennar vekji athygi á 7. „Stoppið einelti á netinu-deginum“, sem er þann 15. júní nk.
Á gripinu eru mörg orð sem virka hvetjandi eins og: „ákveðni“, „jákvæðni“, „ást“, „heiðarleiki“, „hvatning“ og „virðing.“
Sjá má mynd af slíku gripi hér að neðan:

Ekkert ósvipað concept og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er með!!!
„Ég er mjög spennt fyrir því að vera í samstarfi með SuperStroke í þessu mikilvæga átaki til að styðja við The Cybersmile Foundation,” sagði Spiranac m.a..
„Pútter gripin eru skemmtileg hvatning bæði á og utan vallarins og ég er stolt af því að vera í samvinnu með félagi sem er jafn skuldbundið því að styðja við bakið á verkum Cybersmile, sem aftur á móti veitir þeim stuðning, sem hafa orðið fyrir einelti á netinu og dreifa jákvæðni í heiminum í dag.“
Gripið kostar $34.99 í smásölu og linkur verður bæði á SuperStroke síðunum og vefsíðu Spiranac frá og með 15. júní n.k. fyrir þá sem styðja vilja framtakið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
