Spiranac gerir lítið úr Norman – forsvarsmanni nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar
Kylfingurinn Paige Spiranac liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Og skoðanir hennar fara víða því hún er með 3.2 milljónir fylgjendur á Instagram einu og fleiri á öðrum félagsmiðlum.
Það nýjasta er að hún er einn helsti andstæðingur nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, sem „hvíti hákarlinn“ Greg Norman er í forsvari fyrir og er hann reyndar framkvæmdastjóri LIV Investments, sem stendur að baki deildinni.
Nú í vikunni hæddist hún að Norman og notaði samlíkingu við bandaríska fótboltakappann Tom Brady.
Ein af fréttum vikunnar var sú að Tom Brady, 44 ára, kappi í bandaríska fótboltanum snerist 180° og sagðist snúa aftur í bandaríska fótboltann, eftir að hafa 6 vikum áður tilkynnt að hann ætlaði að draga sig í hlé.
Spiranac tvítaði á samfélagsmiðlunum:
„The only thing shorter than Tom Brady’s retirement was Greg Norman’s lead in the 96 Masters,„
(Lausleg þýðing: „Það eina sem varði skemur en að Tom Brady væri sestur í helgan stein er forysta Greg Norman á Masters risamótinu árið 1996„)
Þarna vísar Spiranac til sögufrægs hruns á forystu Normans á Masters risamótinu 1996, en fyrir lokahringinn var hann með 6 högga forystu á næsta mann, en spilaði lokahringinn svo illa að Sir Nick Faldo stóð óvænt uppi sem sigurvegari Masters það ár.
Spiranac hefir áður hæðst að Norman vegna þess að hann er að hennar mati að gera lítið úr og draga vindinn úr seglum PGA mótaraðarinnar bandarísku, með þessari sádí-arabísku ofurgolfdeild.
Í Podcasti sínu, þar sem gestur hennar var golfgreinandinn Amanda Rose, lýsti hún Norman sem „screwed“ eða til þess að rífa ekkert úr samhengi:
„He is literally swimming with the fishies. He is just, like, not doing well. Not keeping his head above water,“ sagði Spiranac.
„He wanted the Saudi link to work out and now he is screwed.„

Greg Norman
Greg Norman er yfir nýju ofurgolfmótaröðinni sem hlotið hefir nafnið LIV Golf Invitational Series. Í henni keppa 48 kylfingar sem einstaklingar og í tólf, 4 manna liðum. Mótaröðin samanstendur til að byrja með af 8 mótum. Hvert mót er 54 holu-mót með engum niðurskurði og „shot-gun“ starti, þ.e. allir eru ræstir út á sama tíma.
Fyrsta mótið í nýju ofurgolfdeildinni, opnunarmótið, fer fram 9. júní 2022 í Centurion golfklúbbnum, í London.
Hin mótin munu fara fram í Portland og New Jersey í júlí, Boston og Chicago í september og Bangkok og Jeddah næsta mánuðinn. Mótið í New Jersey fer fram á einkagolfvelli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Greg Norman hefir m.a. látið eftirfarandi frá sér í yfirlýsingu um nýju mótaröðina:
„„Ég vil að golfið vaxi, leikmenn fái fleiri tækifæri og aðdáendur skemmti sér betur. Markmið mitt er að hjálpa leiknum að ná fullum möguleikum sínum og við vitum að hlutverk golfs sem afþreyingarvöru er mikilvægt fyrir heildarþátttöku í íþróttinni. Að mörgu leyti erum við sprotafyrirtæki. Við höfum langtímasýn og stefnum að því að vaxa.“
Golfdeildin, sem studd er af Sádi-Arabíu, hefur vakið mikla reiði meðal forystumanna PGA Tour. Þar fremstur í flokki er Jay Monahan, framkvæmdastjóri, en hann hefir hótað að banna kylfingum sem taka þátt í nýju ofurgolfdeildinni eða verða hluti af henni að að keppa á PGA-mótum.
Flestir af bestu kylfingum íþróttarinnar styðja og eru að baki PGA Tour og því á móti nýju ofurgolfdeild Norman, þrátt fyrir alla þá peninga sem eru í verðlaunafé – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
Af stórstjörnukylfingum er einn helsti andstæðingur nýju deildarinnar Rory McIlroy, en hann fordæmdi m.a. barbaríska aftöku Sádí-Araba á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sádí-Araba í Tyrklandi, 2. október 2018 og hefir ekki spilað á mótum í Sádí-Arabíu síðan í mótmælaskyni við slíkt ómennskt athæfi, sem og fjölmargir aðrir stjörnukylfingar, sem ekki hafa opinberað skoðanir sínar á jafn skýran hátt og Rory.
Hins vegar hafa aðrir kylfingar lýst yfir áhuga á nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildinni og er Phil Mickelson helsti og virkasti talsmaður hennar auk Greg Norman, en þeir eru m.a. báðir andsnúnir því að forsvarsmenn golfmótaraða stjóri því hvar bestu kylfingar heims megi spila.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
