Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 12:00

Spilaði rassinn úr buxunum

Á heimasíðu Luke Donald mátti lesa eftirfarandi eftir 1. hring DP World Tour Championship í Dubai: „#playedlikeanasstoday“  (Lausleg þýðing: Spilaði eins og hálviti í dag sem hljómar e.t.v. betur svona: Spilaði rassinn úr buxunum í dag)…..

því það var einmitt það sem Donald gerði bæði í yfirfærðri og raunverulegri merkingu orðasambandsins!  Þ.e. hann bæði spilaði illa og reif buxurnar sínar á versta stað þannig að skein í nærurnar, sem huldu óæðri endann á honum!!!  Frekar neyðarlegt!!!

Luke Donald lék 1. hring á DP World Tour Championship á heilum 4 yfir pari, 76 högum og er næstsíðastur af 60 manna þátttakendahópnum.

Það eru nú orðin 2 ár frá því Donald hefir sigrað annaðhvort á Evrópumótaröðinni eða PGA Tour og á þeim tíma hefir hann runnið niður heimslistann úr 1. sætinu í 39. sætið …. og varð fyrir áfalli að vera ekki valinn í Ryder bikars lið Evrópu sem lék í Gleneagles nú í haust.

Golf 1 greindi frá því að nú væri allt á uppleið hjá Donald því hann hefði loks viðurkennt fyrir sjálfum sér að sveifluþjálfarinn hans Chuck Cook væri ekki að gera neitt fyrir hann og hann hefði því skipt yfir í gamla þjálfarann sinn Pat Goss, sem m.a. var þjálfari Donald í bandaríska háskólagolfinu meðan Donald spilaði fyrir Northwestern,  Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hmm. Buxurnar sem Donald var í á 1. hring eru í sama lit og búningur fyrrum skólaliðs hans Wildcats – og Donald með skoskt blóð í æðum sér – kannski hann hafi ekki tímt nýjum buxum og notað of þröngar frá háskólaárunum?

Gott að sjá samt að Donald hefir húmor fyrir sjálfum sér og vonandi ekki langt að bíða að við sjáum þennan snilling stutta spilsins, vinna eitthvert mótið!