Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 14:00

Spieth vinsæll meðal kvenna – en hann er genginn út!

Jordan Spieth nýtur mikillar kvenhylli nú eftir að hann sigraði á The Masters.

Hann hefir m.a. fengið aragrúa bónorða frá stúlkum um allan heim, sem gjarnan vildu giftast honum.

En Spieth er bara genginn út …. hann er búinn að deita highschool-ástina sína Annie Verret í 5 ár.

Það virðast gírugar, ástfangnar konur um allan heim ekkert láta á sig fá og ein tvítaði m.a. að hann yrði bara að segja Annie upp fyrir sig!  Mörg tvítin ganga í sömu átt.  Allt svolítið yfirþyrmandi fyrir Annie og Jordan, en því miður fyrir alla kvenkyns aðdáendur Spieth eru hann og Annie enn eftir 5 ár yfir sig ástfangin!

Þeim sem fylgja Spieth á Twitter hefir fjölgað um 220.000 bara frá því hann sigraði á The Masters.

1-a-annie-spieth