Spieth – vel heppnuð blanda af Tiger og Phil
Jordan Spieth hefir sinn eiginn stíl og það hefir gert hann að einum af vinsælasta og áhugaverðustu íþróttamönnunum á og utan PGA Tour.
Hann er blanda af Texas suðurríkjasjarmatrölli og hugrekki. Spieth þykir líka góð blanda af því besta hjá Tiger Woods og Phil Mickelson.
Spieth hefir tekið golfheiminn í stormsveipi og hefir sigrað á þeim tveimur risamótum ársins, sem búin eru; Masters og Opna bandaríska. Og hann mun reyna að ná 3. grand slam móti sínu þegar hann tekur þátt á Opna breska 16.-19. júlí á St. Andrews.
Hann er aðeins 21 árs og aðeins á 3. ári sínu á PGA Tour en er þegar búinn að vinna 6 PGA Tour mót þar af 2 risamót og það er ekki bara að þakka hæfileikum hans og vinnusemi heldur líka hæfileika sem hann hefir til þess að ná til þess jákvæða ósnertanlega sem hefir hjálpað Woods og Mickelson í að sigra samtals á 19 risamótum.
Og Spieth segist sjálfur enn vera að læra.
„Þegar ég spila með þessum tveimur og sé höggin sem þeir slá þá verður maður auðmjúkur,“ sagði Spieth 2013, fyrir aðeins 2 árum, 2013 þegar hann var enn nýliði og spilaði með Tiger og Phil í Forsetabikarnum.
„Maður verður að leggja hart að sér til þess að ná að gera sumt af því sem þeir eru að gera.“
Það er ekki til of mikils mælst þegar sagt er að Spieth hafi suma af bestu eiginleikum Tiger og Phil og hafi nú innleitt þá í spil sitt og svo er líka alveg sérstakt hvernig hann er utan vallar – hann forðast þær persónulegu gryfjur sem Tiger hefir grafið sér og t.a.m. tengsl Phil við peningaþvott – slíkar sögur (en um það er hins vegar að segja að hvorugur Phil né Tiger hafði slíkar sögur á bakinu þegar þeir voru 21 árs líkt og Spieth er). En vítin eru til að varast þau – og Spieth virðist ætla að gera það.
Það sem Tiger og Spieth eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir óvenju mikilir keppnismenn og óhræddir að sigra – sumir hræðast að sigra – Spieth hefir notið þess að sigra allt frá því hann gerði það fyrst aðeins 19 ára með sigri á John Deere Classic.
Að verða í 2. sæti er tap í huga Spieth og eins og Tiger býst hann við því að sigra. Þrátt fyrir að vera tiltölulega ungur trúir Spieth því að hann geti orðið besti kylfingur heims …. og hann er ekki langt frá því; í 2. sæti heimslistans.
„Svo sannarlega held ég að innri trú á manns eigið sjálf sé lykillinn og ég tel að Jordan sýni það,“ sagði Tiger eitt sinn.
Við sáum svolítið af Tiger í Spieth s.l. sunnudag og líka á Opna bandaríska á Chambers Bay þegar hann setti niður langa fuglapúttið á 16. holu og var sigurreifur með hnefann á lofti. Síðan var skammt stórra högga á milli þegar hann fékk síðan skramba á 17. holu en barðist tilbaka og fékk fugl á par-5 18. holunni og vann Opna bandaríska og varð sá fyrsti frá Tiger 2002 til þess að vinna fyrstu tvö risamót ársins.
Spieth, sem var nýliði ársins á PGA Tour 2013 þegar Tiger vann sinn 11. og síðasta titil um leikmann ársins, er af nýrri kynslóð kylfinga sem leggur áherslu á að vera í ræktinni, nokkuð sem Tiger hefir gert allan sinn feril. Og Tiger og Spieth eiga enn eitt sameiginlegt: þeir reyna sífellt að verða betri; sama hversu góðir þeir eru.
„Þetta virkar sem hröðun að spila reglulega og vera stöðugur, en með því kemur maður sér í þá stöðu að vera sjálfsöruggur og maður getur séð snjóboltaáhrifin og hvernig hann (snjóboltinn) rúllar síðan niður hólinn,“ sagði Tiger eitt sinn. „Ef maður lítur á hvernig hann [Spieth] hefir tekið framförum með ári hverju, sér maður að hann er alltaf að verða betri og betri, með meira sjálfstraust og stöðugri.„
Það er líka fullt af Mickelson í Spieth, sérstaklega þegar kemur að því hvernig hann kemur fram við aðdáendur sína, styrktaraðila og fjölmiðla. Mickelson hefir orðið að Arnold Palmer sinnar kynslóðar, hann sigrar ekki aðeins á risamótum heldur er mjög sósíal við aðdáendur sína. Hann er líka tryggur.
Spieth keppir á John Deere næstu helgi í stað þess að halda til Skotlands til þess að aðlaga sig að tímamismuninum og búa sig undir Opna breska. Spieth var búinn að þiggja boðið um að spila í mótinu, þar sem hann sigraði fyrst á.
„Hann er bara klassanáungi,“ hefir Mickelson sagt um Spieth. „Hann er góður fulltrúi leiksins og fyrir það hversu ungur hann er þá er hann feykigóður.“
Og enn eitt er það sem Spieth á sameiginlegt með bæri Mickelson og Tiger; hann hræðist ekki stórar stundir – hvort heldur það er að spila í lokahollinu á the Masters eða að þarfnast fugls til þess að verða yngsti leikmaðurinn frá Bobby Jones 1923 til þess að sigra á Opna bandaríska eða vera sá yngsti frá Gene Sarazen 1922 til þess að sigra í tveimur risamótum.
„Hann hefir hæfileikann til þess að einbeita sér og sjá hlutina skýrt undir pressu og gefa sitt besta undir pressu,“ sagði Mickelson. „Það er nokkuð sem ekki er hægt að kenna. Sumir leikmenn hafa þennan eiginleika, aðrir ekki og hann hefir hæfileikann svo sannarlega.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



