Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2018 | 06:00

Spieth trúlofast

Jordan Spieth getur nú litið aftur til ársins 2017 með minningar um silfurbikar sem hann hlaut það ár og demantshring.

Spieth staðfesti í fyrradag, þriðjudaginn 2. janúar 2018 að hann hafi beðið kærustu sinnar til fjölda ára, Anne Verret og meðan hann lét hjá líða að fara í smáatriðin sagði hann að hún hefði sagt „“ við bónorði hans.

Þetta var frábært ár (2017),“ sagði Spieth ennfremur.

Hinn 24 ára Texasbúi (Spieth) hlaut Claret Jug eftir 3 högga sigur á næsta mann á Opna breska sl. sumar, sem fram fór á Royal Birkdale  og varð þannig 3. yngsti kylfingur í golfsögunni til þess að sigra í 3 risamótum í leið hans að Grand Slam. Áður hefir Spieth sigrað á Masters og Opna bandaríska 2015 og á því aðeins eftir að sigra á PGA Championship.

Var stressið meira á Birkdale eða Chambers Bay eða þegar hann bar upp bónorðið?

Spieth sagði að hann hefði líklega verið mest taugaspenntur á Opna breska. „Ég var býsna sjálfsöruggur sl. vetur. En jamm, þetta var gott frí. Ég er búinn að gleyma hvernig mér leið síðustu 9 á Chambers, en allt á Opna breska og trúlofuninni er enn ferskt í minningunni. Ég gleymi líklega að hafa verið stressaður á Opna breska, en ég mun líklega aldrei gleyma trúlofuninni.

Spieth og Verret hafa verið kærustupar frá því í menntaskóla í Dallas. Hann var síðan 3 semestur í námi við  University of Texas, meðan hún útskrifaðist frá  Texas Tech eftir haustönn 2014.

Verret vakti fyrst athygli almennings þegar Spieth sigraði á Masters 2015 og hún kyssti hann eftir 1. risamótssigur hans. Hún hefir að undanförnu unnið við fjáröflun fyrir The First Tee of Dallas (golfprógrömmum handa ungum kylfingum) og var nýlega ráðin þróunarframkvændastjóri  The Birthday Party Project, sem stendur fyrir afmælisveislum fyrir heimilislaus börn og þau sem búa í bráðabirgðahúsnæði.

Meðfylgjandi mynd af þeim skötuhjúum birtist á félagsmiðlum en þar heldur Verret fyrir munn sér og sýnir risademants-trúlofunarhringinn á fingri sér.

Bróðir Jordan, Stephen og systir Annie voru heima í Texas um ´jolin og gátu því tekið þátt í trúlofuninni.

Við fögnuðum með fjölskyldum okkar eftir á og þetta varð frábær kvöldstund,“ sagði Jordan Spieth loks.