Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 14:00

Spieth talar vel um Rory

Jordan Spieth talaði vel um Rory McIlroy eftir 1. hring PGA Championship, þar sem þessir tveir bestu kylfingar heims um þessar mundir voru paraðir saman í 5. sinn á ferlum þeirra.

Rory viðurkenndi að hann hefði verið taugaóstyrkur fyrir 1. hring sinn frá því 21. júní þegar hann hlaut ökklameiðsl eftir fótboltaleik.

Ég sá ekki neinn mun á leik hans,“ sagði Spieth m.a. um Rory. „Hann virðist 100% tilbúinn til leiks. Allt var á sínum stað og ég býst við að hann fari upp skortöfluna.