Jordan Spieth
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2014 | 10:45

Spieth T-1 á Australian Open e. 3. dag – Scott T-4 og Rory T-14

Jordan Spieth er í forystu á Australian Open ásamt heimamönnunum Greg Chalmers og Brett Rumford fyrir lokahring Australian Open.

Allir eru þremenningarnir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 208 höggum: Spieth (67 72 69); Rumford (70 69 69) og Chalmers (71 66 71).

Fjórða sætinu deila þeir Adam Scott og Rod Pampling aðeins 1 höggi á eftir.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy,  gekk ekkert sérstaklega en hann er sem stendur í 14.-23. sæti mótsins.

Ansi fjölmennt er samt á toppnum og stefnir því í jafnan og spennandi lokahring á morgun þar sem a.m.k. 5 efstu eiga allir góða möguleika á sigri.

Til þess að sjá heildarstöðuna á Australian Open eftir 3. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: