Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 21:00

Spieth stríðir Mickelson

Engar fréttir hafa borist af því hvernig æfingaleikur Jordan Spieth og Justin Thomas annars vegar gegn Phil Mickelson og Rickie Fowler á Whistling Straits fór í morgun.

Mickelson er þekktur fyrir að stríða andstæðingum sínum í þriðjudagsæfingaleikjum fyrir stórmót.

Nú hefir Spieth hins vegar snúið við blaðinu og var búin að tilkynna um fyrirætlan sína fyrir nokkrum dögum.

Hann sagði eftirfarandi: „Ég ætla að láta fljúga inn vinningsbikar Opna bandaríska (risamótsins), þannig að ég geti setið á honum á hverri flöt beint fyrir framan Phil, þannig að ég eigi eitthvað á hann …. þetta er bara að svara fyrir sig,“ sagði Spieth, 22 ára, brosandi við það að fara að hlægja.

Ég ætla að sjá til hvort ég get fengið einhvern til að bera gripinn allan hringinn.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef eitthvað á hann.

Phil hefir nefnilega 6 sinnum orðið í 2. sæti í Opna bandaríska og hefir aldrei á ferli sínum tekist að vinna sigurgrip mótsins, s.s. flestir vita; en Spieth er ríkjandi meistari Opna bandaríska.