Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 09:00

PGA: Spieth spilar við DJ og Gretzky á Pebble Beach

Mót vikunnar á PGA Tour er AT&T Pebble Beach.

Einn liðurinn í mótinu er Pro-Am mótið þar sem atvinnumennirnir eru paraðir saman með áhugamönnum.

Þannig er nr. 1 á heimslistanum í golfi, Jordan Spieth í liði með Jake Owen, kántrísöngvara og þeir spila saman gegn vinum Spieth hokkígoðsögninni Wayne Gretzky og tengdasyni hans DJ (Dustin Johnson), sem er nr. 8 á heimslistanum.

Aðrir áhugaverðir ráshópar eru t.a.m.

J.B. Holmes/Chris O’Donnell g. Bubba Watson/Mark Wahlberg.

Phil Mickelson/John Veihmeyer g. Patrick Reed/James Dunne.

Brillíant – hvaða snillingi datt í hug að para saman nafnana þ.e. Justin-ana?

Justin Rose/Justin Timberlake g. William McGirt/Alfonso Ribeiro.

Brandt Snedeker/Toby Wilt g. Davis Love III/Aneel Bhusr.