Spieth samanborinn við Tiger
Sigur Jordan Spieth á Tournament of Champions var 7. PGA Tour sigur hans á ferli hans – en aðeins Spieth og Tiger hafa sigrað í jafnmörgum mótum AÐEINS 22 ára gamlir, frá því að farið var að halda tölfræðilegum upplýsingum mjög nákvæmlega til haga árið 1970.
En þetta þarf að setja í nánari samhengi.
Sjöundi sigur Spieth kom í 77. móti hans sem atvinnumanns. Tiger vann 7. titil sinn í 38. mótinu sínu, sem hann tók þátt í og hann (Tiger) var búinn að vinna 18 mót þegar hann spilaði í 77. móti sínu. Þannig að það hallar aðeins á Spieth þar!
En hvernig sem öllu er snúið þá þýðir samanburður við Tiger að viðkomandi er að spila vel … og enginn spilar betur en Jordan Spieth þessa dagana.
„Ég kemst hvergi nálægt honum,“ sagði Spieth um samanburðinn við Tiger. „Ég held líka að það sé ekki nokkur ástæða að bera okkur saman. Það er ansi snemmt að gera það. Ég er bara spenntur hvar ég er staddur og við (Spieth og teymi hans) erum að hefja feril okkar. Það sem Tiger hefir gert, get ég ekki ímyndað mér að nokkur nái nokkrum sinnum. En það er ágætt að vera í þessum félagsskap (með Tiger). Það er æðislegt að vera hérna úti, og gera það sem við erum að gera og gera það vel!„
Þetta er í 5. skipti á s.l. 13 mánuðum sem Spieth var með a.m.k. 2 högga forystu fyrir lokahring og hann fékk í raun aldrei almennilega samkeppni. En það þýðir ekki að þetta hafi verið auðvelt fyrir hann, sérstaklega í upphafi móts. En Spieth er líka snillingur í að bjarga sér. T.a.m. aðhögg hans á nr. 1 endaði einhvers staðar á mörkum sands í djúpri sandglompu 50 yördum frá holu. Spieth pitch-aði á flöt og boltinn fór rúman meter frá holu, sem hann setti niður og hann setti síðan niður u.þ.b. 12 metra pútt á næstu holu. Og svona voru allir hringir hans! 🙂
Þess mætti geta að heildarskor Spieth 30 undir pari er ekki met – það met á enn Ernie Els en hann sigraði líkt og Spieth með 8 högga mun á næsta mann á TOC, árið 2003 á Kapalua og á metheildarskorið 31 undir pari!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
