Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 09:25

Spieth og Scott báðir á 71 e. 1. dag á Australian Open

Jordan Spieth og Adam Scott léku báðir á 71 höggi á 1. hring Australian Open í morgun.

Þeir eru heilum 5 höggum á eftir fremur óþekktum kylfingi sem er í forystu mótsins og heitir Lincoln Tighe.

Tighe lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti er landi Tighe, Matthew Jones, líka frá Ástralíu, en hann lék á 4 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Australian Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: