Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2016 | 11:11

Spieth og Fowler í fríi á Bahamas

Mikið af golffréttum undanfarna daga hefir verið af einhverjum bestu kylfingum heims í fríi.

Nr. 2 (Jordan Spieth) og Nr. 5  (Rickie Fowler) á heimslistanum eru þar engin undantekning.

Þeir, ásamt félögum sínum af PGA Tour Justin Thomas og Smylie Kaufman voru í fríi  í síðustu viku á Bahamas og skemmtu sér konunglega ef marka má allskyns myndir, tvít og myndskeið sem þeir félagar sendu frá sér.

Nú eru þeir komnir heim heilu á höldnu og endurhlaðnir orku, öllum til mikillar gleði!

Eitt uppátæki þeirra vakti ekki mikla hrifningu umboðsmanna þeirra en það var þegar Jordan, Rickie og Justin stukku niður af svölum hótelsins síns og beint í sundlaugina.

Ekki hægt að hugsa hugsunina til enda ef þeir hefðu slasað sig eitthvað í svona flumbrugangi og fíflalátum!!!

Hér má sjá nokkrar af fréttunum af Bahamas fríi þeirra félaga:

SMELLIÐ HÉR 1:

SMELLIÐ HÉR 2:

SMELLIÐ HÉR 3: