Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2015 | 19:00

Spieth nr. 1 á heimslistanum

Jason Day sigraði í gær á PGA Championship og sannaði þar með að hann er einn af þessum 20 ára draumakylfingum sem ætla sér að dómínera golfíþróttina á komandi árum.

Jordan Spieth komst í 1. sæti heimslistans eftir að hafa náð 2. sætinu í mótinu.

En með þessu varð Spieth aðeins 3 kylfingur í heimi sem klárað hefir öll 4 risamótin í 4. sæti eða betur á einu og sama keppnistímabilinu.

Aðeins Tiger Woods og Jack Nicklaus hefir tekist það líka.

Spieth kláraði líka 16 hringi í risamótum á 54 undir pari, en það er líka met.

Það verður gaman að sjá hvað Spieth gerir á næsta ári í risamótum! …. en fyrst um sinn er hann nr. 1 í heiminum!!!