Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 11:15

Spieth kaupir hús Mahan á $ 7 milljónir – Sjáið myndir!

Áætlað er að nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth, hafi unnið sér inn $53 milljónir á s.l. ári, 2015.

Hann er nú byrjaður að eyða hluta af fé sínu; en hann fjárfesti m.a. í fallegu húsi félaga síns á PGA Tour, Hunter Mahan.

Fyrir litlar $ 7 milljónir … sem gera u.þ.b. 910 milljónir íslenskra króna – næstum fyrir milljarð íslenskra króna.

Húsið er staðsett í heimaríki Spieth, Texas, nánar tiltekið í Dallas og þar er s.s. allir vita allt stærra.

E.t.v. muna einhverjir eftir frétt þess efnis að Spieth hafi flutt í nýtt hús í desember 2014 SMELLIÐ HÉR:   en nú hefir hann ákveðið að stækka enn við sig í samræmi við nýfengið ríkidæmi.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af nýjustu fasteign Spieth:

Hægindastóll og skrifborð í nýju $7 milljóna húsi Spieth

Hægindastóll og skrifborð í nýju $7 milljóna húsi Spieth

Svefnherbergi Spieth

Svefnherbergi Spieth

Körfuboltasalur í nýju $7 milljóna húsi Spieth

Körfuboltasalur í nýju $7 milljóna húsi Spieth

Tækjasalur í nýju húsi Spieth

Tækjasalur í nýju húsi Spieth

Fallegur stigi í nýju húsi Jordan Spieth

Fallegur stigi í nýju húsi Jordan Spieth

Eldhúsið í nýju húsi Spieth

Eldhúsið í nýju húsi Spieth

Sundlaugin í nýju húsi Spieth

Sundlaugin í nýju húsi Spieth

Bílageymsla í nýju húsi Spieth

Bílageymsla í nýju húsi Spieth