Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 11:00

Spieth kastar á Fenway Park

Jordan Spieth átti fyrsta kastið í hafnarboltaleik Red Sox gegn Yankees á Fenway Park, í gær þriðjudaginn 1. september 2015.

Nr. 2 á heimslistanum (Spieth) mun síðan sjálfur keppa í þessari viku á Deutsche Bank Championship og spila fyrstu 2 hringina með sigurvegara síðasta móts Jason Day.

Ég var mjög spenntur“ sagði Spieth við NESN.com, um að fá að kasta á þessum einum sögufrægasta hafnarboltavelli allra tíma.

Þetta var svo gaman. (Fenway) er besti völlur í heimi og það að vera fær um að koma hér og kasta er draumur sem rætist. Það er líkur draumur pabba, sem rætist.  Hann vildi að ég yrði kastari (pitcher) þegar ég var lítill; hann var í  bandaríska háskóla hafnarboltanum, þannig að það er svalt að hafa hann hérna.“

Hér má sjá Jordan Spieth kasta fyrsta boltanum á Fenway 2015 SMELLIÐ HÉR: