Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 23:00

Spieth hjá Letterman – Myndskeið

Jordan Spieth, hinn 21 árs nýbakaði Masters meistari flaug í gær til New York, en þar voru m.a. viðtöl tekin við hann á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum.

Eins var Empire State byggingin lýst í grænum lit honum til heiðurs.

Empire State í grænu til heiðurs Jordan Spieth

Empire State í grænu til heiðurs Jordan Spieth

Svo mikið er víst að Spieth slær í gegn hvar sem er sbr. dægurlagatexta Frank Sinatra „…. if you can make it there you´ll make it everywhere, it´s up to you NY NY!“

Um kvöldið kom Spieth svo fram í spjallþætti David Letterman.

Sjá má myndskeið af Spieth hjá Letterman með því SMELLA HÉR: