Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 09:00

Spieth heiðursfyrirliði The Cowboys

Jordan Spieth er nú kominn í jólafrí frá golfinu.

Hann leit inn í AT&T Stadium í gær, laugardaginn 19. desember, til þess að horfa á Dallas Cowboys (liðið hans) spila á móti the New York Jets.

The Cowboys gerðu hann að heiðursfyrirliða.

Þannig að Spieth klæddi sig í búning the Cowboys og fékk að taka þátt í því þegar peningi var kastað upp fyrir leikinn um hvort liðið ætti að byrja.

Á félagsmiðlunum tvítaði Golf on CBS síðan eftirfarandi skilaboðum „Spieth in the House.“