Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 01:30

Spieth farinn frá Augusta

Jordan Spieth er nú farinn frá Augusta National til New York.

Hann setti meðfylgjandi mynd inn á facebook síðu sína, en þar má sjá hann fara um borð í einkaþotu sem einn styrktaraðila hans Under Armour sendi eftir honum.

Á facebook síðu sína skrifaði Spieth kl. 21:30 í gær (13. apríl 2015) að okkar tíma:

„Unbelievable week…so thankful for everyone’s support. Off to NYC!“

(Lausleg þýðing: „ Ótrúleg vika …. svo þakklátur fyrir stuðning allra. Farinn til New York City!“)