Spieth enn að velta sér upp úr stjörnuljóma Ryder sigurs liðs Bandaríkjanna 2016
Tvöfaldi risamóta sigurvegarinn Jordan Spieth ætlar að verja jólunum með því að velta sér upp úr stjörnusljóma sigurs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2016.
Spieth spilaði í fyrsta sinn í Rydernum árið 2014 á Gleneagles og spilaði þá með Patrick Reed og saman vann nýliða-tvenndin þá 2 sigra og skyldi að jöfnu í einum leik áður en Spieth tapaði í tvímenningnum gegn Graeme McDowell.
Spieth spilaði alla 5 leikina í Hazeltime og aftur var spilafélaginn Patrick Reed bæði í fjórboltanum og fjórmenningnum og þeir náði 2 1/2 stigi áður en Spieth varð einn af fáum í liði Bandaríkjanna til að tapa í tvímenningnum gegn geysisterkum Henrik Stenson.
Eftir Ryderinn tók Spieth sér 6 vikna leyfi áður en hann keppti aftur og sigraði á í Australian Open.
Spieth sneri síðan aftur til Bandaríkjanna og tók sér enn aðra viku frí áður en hann tíaði upp á móti Tiger Woods á Bahamas á Hero World Challenge, en þar voru lagðar fyrir hann spurningar af blaðamönnum hvernig væri að vera í bandaríska sigurliðinu.
„Ég hef varið hverjum degi frá Ryder Cup bara að endurupplifa þetta andartak.“
„Mér finnst sannarlega að þetta hafi verið sigur fyrir mig þetta árið og allir sem spiluðu í bandaríska liðinu ætti að finnast það sama þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar. Þetta var virkilega sérstök vika en mér hefir ekki verið sendur bikarinn og það mun verða extra sérstakt tilefni þegar það er komið að mér að vera með Ryderinn heima hjá mér.„
Spieth var spurður um það þrátt fyrir sigur Bandaríkjanna, með 6 stigum, sem er mesti munur frá sigri Bandaríkjanna árið 1981 hvort gera þyrfti einhverja breytingar í bandaríska liðinu sérstaklega varðandi valið í 2018 Ryder viðureignina á Le National í Frakklandi?
„Það er erfitt að segja hvort þurfi að gera breytingar, þó þetta mót hafi verið erfitt þar sem það kom ofan í BMW Championship og eftir Tour Championship en allt í allt þá var virkilega stórt fyrir bandaríska liðið að Bubba skyldi taka þátt.
„Bubba vildi ekki að neinum liði illa vegna þess að hann var ekki í liðinu. Hann vildi bara hjálpa á hvern hátt sem það væri mögulegt. Þetta sýnir bara hversu stór keppni Ryder bikarinn er að fólk vill hjálpa liði sínu þó það sé ekki með.
„Þannig að það sem Bubba gerði var virkilega sérstakt fyrir okkur og við högnuðumst allir á framlagi hans.
Síðan sagði Spieth brosandi: „En mér finnst að þeir í Evrópu ættu að skipa aðagerðarnefnd (ens.: task force). Vandamálið er að þegar maður skrifar það niður lítur það út eins og mér hafi verið alvara með að segja þetta og það er þá sem ég kemst í vandræði.“
„Nei, í alvöru, þetta var frábært mót og það sem er virkilega svalt við það er að maður fær náunga eins og Rose og Stenson til sín sem segja hversu frábær keppnisvika þetta var og segja hversu vel við (bandaríska liðið) spilaði og það er bara sérstakt hversu mikla virðingu bæði lið báru fyrir hvort öðru.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
