Spieth ævareiður eftir að dómari hreyfði bolta hans
Jordan Spieth, sem varð í 2. sæti á Masters risamótinu nú í vor og var í 1. sæti eftir 1. dag Australian Opne var ævareiður eftir að klunnalegur dómari steig ofan á bolta Spieth, sem kostaði hann högg á 2. hring Australian Open.
Spieth náði sér eftir óhappið á par-3 4. holunni á Australian Open, þ.e. 13. holu sinni þann dag og lauk keppni með 2 fuglum og er nú samtals á 3 undir pari (67 72), en hringinn í dag lék Spieth á 1 yfir pari.
Það sauð enn á Spieth þar sem dómarinn kostaði hann högg.
Þetta óhapp dómarans átti sér stað eftir að högg Spieth með löngu járni rúllaði yfir flöt og inn í fremur létt röff.
Dómarinn gekkst ekki við óhappi sínu og það voru áhorfendur sem sögðu Spieth frá hvað hefði gerst.
„Ég sló ágætis högg þarna yfir flötina og ég vissi að það myndi ekki þurfa meira en í mesta lagi auðvelt pitch upp á flöt (fugl) og síðan létt pútt (par),“ sagði Spieth, eftir hringinn.
„Ég tel að einn dómara hafi sparkað bolta minn eða stigið á hann og hreyft hann.“
„Ég vissi ekkert af þessu en sumir áhorfenda sögðu mér hvað hann hefði gert og þetta er í þriðja skipti í ár, sem þetta hefir komið fyrir mig, sem er virkilega undra- vert vegna þess að boltinn var 10 fet frá flöt og ég sé ekki hvernig það er ekki hægt að vita hvar golfboltarnir eru.“
Spieth varð fremur þunglyndur, chipp hans var of stutt og hann missti síðan meters pútt og henti síðan pirraður bolta sínum í tjörn sem þarna var hjá.
„Þetta fór úr tækifæri á tveimur í að ég endaði á fjórum,“ sagði Spieth.
„Ég var ekki ánægður þegar ég fór á næstu holu.“
„Í öll skiptin (sem þetta hefir gerst í ár), hefir það kostað mig högg …. öll þrjú skiptin.“
Þetta óhapp var það síðasti sem hinn 21 árs Spieth þurfti á að halda og hann barðist við að ná aftur jafnvægi.
„Þetta var mikil barátta,“ sagði Spieth.
„Ég var ekki að slá vel og ef ég hefði ekki verið að pútta vel hefði ég allt eins getað verið á 45 fyrri 9.“
„Ég var ekki farinn að slá vel fyrr en á síðustu nokkrum holunum og var mjög heppinn að ná fuglum á 8. og 9. holu, sem er tvær virkilega erfiðar holur.“
Enn er verið að spila 2. hring á Australian Masters og má sjá hálfleiksstöðuna þar með því að SMELLA HÉR: en það er fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að heimamaðurinn Greg Chalmers sé efstur eftir 2. dag á 5 undir pari (71 66).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
