Spenna hjá Pétri og Alexander í raunveruleikaþættinum „Altered Course“
Tveir íslenskir afrekskylfingar taka þátt í spennandi raunveruleikaþætti á bandarísku golfstöðinni Golf Channel. Þar sem keppt er í tveggja manna liðum í óhefðbundinni útgáfu af golfíþróttinni. Þættirnir voru teknir upp á Jamaíku og fyrsti þátturinn var sýndur þann 15. júní. Mikil spenna var í öðrum þættinum þar sem íslensku kylfingarnir lentu í miklu mótlæti.
GR-ingarnir sáu auglýsingu í fyrrahaust þar sem óskað var eftir umsóknum og komust þeir í gegnum síuna en mörg hundruð umsóknir bárust.
Þátturinn er nýr og hefur aldrei slíkt verið gert áður. Átta tveggja manna lið keppa um sigurinn í „Altered Course” eins og þátturinn er nefndur.
Þar leika keppendur á óvenjulegum brautum þar sem ýmsar hindranir voru í veginum – og er markmiðið að ljúka leik á sem stystum tíma og á sem fæstum höggum.
Það má því segja að þátturinn sé blanda af „hraðagolfi” og „utanvegahlaupi”. Keppendur þurfa að búa yfir snerpu, úthaldi og útsjónarsemi til þess að leysa þrautirnar sem settar eru upp í hverjum þætti fyrir sig.
Þættirnir voru teknir upp á Jamaíku og eru framleiðendur þáttanna bjartsýnir að þættirnir eigi eftir að vekja athygli. Um 5 milljón áhorfendur horfa á Golf Channel í hverri viku og hafa þættir á borð við The Big Break notið vinsælda frá árinu 2003.
Fréttasíðu þáttarins má sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
