Sörenstam biður Wie afsökunar
Í maíhefti Golf Magazine segir Annika Sörenstam Michelle Wie hæfileikalausa á golfvellinum. Wie sagði að Sörenstam hefði beðið sig afsökunar og sagt að ummæli hennar hefðu verið rifin úr samhengi.
„Hún hafði samband í gær og sagði að nokkrir hlutir hefðu ekki skilað sér rétt,“ sagði Wie, sem hóf leik á Kraft Nabisco í gær á sléttu pari, 72 höggum. „Mér fannst það virkilega almennilegt að hún skyldi hafa samband. Hún afsakaði sig og það er endir máls.“
Meðal þess sem fram kom í viðtali Golf Magazine við Sörenstam voru nokkrar beittar athugasemdir um vangetu Wie á vellinum, m.a.:
„Það sem ég sé nú er að hæfileikarnir sem við héldum öll að væru til staðar (hjá Wie) eru það ekki,“ á Sörenstam m.a. að hafa sagt.
Viðtalið fór fram í spurnar-svars formi, sem hefir leitt til vangaveltna hvernig í ósköpunum væri hægt að hafa rangt eftir Sörenstam og þegar Wie var beðin að tjá sig um það, svaraði hún ekki. Hún bætti hins vegar við að sér væri ókunnugt um hvað Sörenstam hefði sagt um sig.
„Ég hef ekki lesið viðtalið, þannig að ég veit ekki hvað hún sagði,“ útskýrði Wie.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
