Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2012 | 07:00

Sophie Gustafsson hlýtur GWAA Ben Hogan verðlaunin

LPGA stjarnan sænska Sophie Gustafson var í gær útnefnd til Ben Hogan verðlaunanna, sem veitt eru af bandarískum golffréttariturum (GWAA = Golf Writers Association of America). Sophie er búin að spila í 13 ár á LPGA og hefir á þeim tíma 5 sinnum sigrað á mótaröðinni og átt stjörnuleiki með liði Evrópu í Solheim Cup.  Hún hefir alltaf haldið sig frá því að halda sigurtölur og hefir jafnvel forðast viðtöl vegna mikils stama, sem hefir háð henni allan hennar feril.

„Þetta er bömmer sérstaklega á Solheim Cup vegna þess að allar hinar eru í viðtölum eða á blaðamannafundum, en enginn hefir lengur áhuga biðja mig um viðtal,“ sagði Sophie í viðtali við Stinu Sternberg hjá Golf Digest Woman. „Það er þess vegna sem ég vildi reyna eitthvað nýtt nú. Mér finnst eins og ég hafi mikið að segja og get reyndar verið mjög fyndin, það er bara svo erfitt að koma því frá sér, þar sem ég venjulegast þegi, meðal almennings.“

GDWsophie1.gif
Sophie Gustafsson (t.v.) hér með Suzann Pettersen eftir frábæran 4-0 árangur á Solheim Cup
í Killeen Castle á Írlandi 2011, þar sem lið Evrópu vann s.s. öllum er í fersku minni.

Viðtal,  þar sem Sophie sat ein með myndatökuvélar á sér í heilan klukkutíma vakti mikil viðbrögð á síðasta ári. Henni var hrósað í fjölmiðlum og á Twitter og veitti öðrum innblástur með því og Golf Channel hefir síðan birt viðtalið aftur og aftur. Þessi hlédrægi kylfingur, sem þarna var dreginn úr skelinni og opinberaði með því nokkuð sem henni þótti óþægilegt varð eitt umtalaðasta nafnið í golfi 2011.
„Ég fékk skilaboð frá foreldrum barna sem stama eftir viðtalið, sem sögðu mér að börnin þeirra hefðu loks fundið íþróttahetju, sem þeir gætu litið upp til,“ sagði Sophie í viðtalinu við Golf Digest Woman. „Það er mér mikils virði að fá slík viðbrögð frá fólki.“
Í gær (4. janúar 2012) tilkynnti GWAA að Sophie yrði verðlaunahafi Ben Hogan Award, sem veitt er þeim kylfingi, sem stundar íþróttina þrátt fyrir að líkamlega fötlun eða alvarlegra veikinda.  Í tilkynningu frá GWAA sagði:
„Gustafson hefir tekið þátt í 8 Solheim Cup mótum og sigrað 5 mót á LPGA á 13 ára ferli sínum, en hefir ekki hlotið þá athygli sem slíkir sigrar myndu hljóta vegna stams síns. S.l. haust opnaði hún sig og fór út fyrir þægindarsvið sitt og veitti viðtal fyrir mótið í Solheim Cup með ótrúlegum þokka og virðuleik.  Athugul og fyndin hlið hennar birtist oft gegnum blogg hennar og tweet. Hún sigraði Bryce Molder í úrslitum um verðlaunin. Heath Slocum lenti í 3. sæti.“
Sophie er þakklát fyrir viðurkenninguna. „Mér er sýndur alveg ótrúlegur heiður og ég er svo auðmjúk að hljóta þessi verðlaun,“ sagði hún. „Ég hef aldrei litið á stamið mitt sem hindrun í því að spila golf, en ef fólk getur notað fötlun mína sem innblástur til þess að draumar þess rætist, þá gæti ég ekki verið ánægðari.“
Sophie mun veita verðlaununum viðtöku í árlegum dinner GWAA, þ. 4. apríl n.k. í Augusta, Georgia ásamt þeim er hljóta mun William D. Richardson verðlaunin, Dan Rooney og þeim sem að þessu sinni hlýtur ASAP/Jim Murray verðlaunin, Brad Faxon.
Heimild: Golf Digest Woman