
Sonur Seve Ballesteros, Javier, spilar á Evróputúrnum á næsta ári
Javier Ballesteros, 21 árs, ætlar að hvíla sig á laganámi sínu og taka þátt í Majorca Open í maí á næsta ári, er haft eftir spænska dagblaðinu Marca í dag.
„Ég er með boð um að spila í maí á næsta ári á Majorca Open og ég mun örugglega taka þátt,“ sagði Javier, sem er með 1 stafs tölu í forgjöf.
„Svo þegar ég hef lokið laganámi mínu myndi mig langa til að reyna við atvinnumennskuna.“
„Meðan á námi mínu stendur get ég ekki æft mikið. Ég slæ 200 bolta á hverjum degi en get aðeins spilað 1 sinni í viku og maður lærir mest á því að spila.“
Eftir andlát föður síns varð Javier að fá sér nýjan golfþjálfara.
„Pabbi kenndi mér alltaf,“ sagði Javier. „Nú get ég ekki leitað til hans þannig að Angel Matallana frá Pedrena aðstoðar mig við sveiflu mína í Club Santander.“
Jose Maria Olazabal, sem er fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup 2012 sagði að hann væri ánægður að sonur náins vinar síns (Seve) skuli reyna að feta í fótspor föður síns.
„Ég hef ekki séð hann spila í langan tíma en hann hefir bara lifað og elskað leikinn frá því hann var smákríli,“ sagði Olazabal.
„Hann hefir farið í gegnum svo margt þessi síðustu ár, þannig að hann hefir þroskast fljótt.“
Nr. 1 í heiminum, Luke Donald, sem spilaði með Javier í Madrid Masters fyrir 2 vikum sagði: „Ég dáist mjög að Javier, hann er svo líkur pabba sínum. Ég tel að þetta hljóti að vera í genunum.“
Seve Ballesteros hóf feril sinn á Evróputúrnum í apríl 1974 á Opna spænska. Hann náði ekki niðurskurði í fyrsta móti sínu, en vann síðan 5 risamót og 50 titla Evrópumótaröðinni.
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022