Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 06:00

Sólskinstúrinn: Bradford Vaughan er í 1. sæti eftir 2. dag á BMG Classic

Það er Bradford Vaughan sem er í 1. sæti eftir 2. dag BMG (Bearing Man Group) Classic, en mótið, sem er 3 hringja fer fram í Glendover Golf Club í Jóhannesarborg dagana 28.-30. október og lýkur í dag.

Bradford er á samtals -6 undir pari, samtals 138 höggum (68 70).

Öðru sætinu deila Ockie Strydom  og Johann Bekker, eru báðir höggi á eftir Bradford. Í fjórða sæti er síðan Shaun Norris 2 höggum á eftir Bradford. 7 kylfingar deila síðan 5. sætinu, þ.á.m. Darren Fichardt, og Allan Versveld.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag BMC Classic á Sólskinstúrnum smellið HÉR: