
Sólskinstúrinn: Shaun Norris vann Nashua Masters
S.l. 4 daga hefir Nashua Masters mótið farið fram í Wild Coast Sun Country Club Kwazulu Natal, eða dagana 3.-6. nóvember. Sigruvegari mótsins er Shaun Norris. Hann spilaði hringina 4 á samtals -9 undir pari, samtals 271 höggi (68 73 65 65). Í 2. sæti, einu höggi á eftir Norris,varð forystumaður gærdagsins Tyrone Mordt. Hann spilaði á 272 höggum (68 71 66 67). Darren Fichardt varð í 3. sæti á 275 höggum (70 74 65 66) , þ.e. 4 höggum á eftir Norris.
Til þess að sjá úrslit á Nashua Masters smellið HÉR:
En hver er sigurvegari Nashua Masters, kylfingurinn Shaun Norris?
Shaun Norris varð í 11.-18. sæti í Q-school á PGA Golf Catalunya golfvellinum í Girona, á Spáni í desemberbyrjun (4.-10. desember) á s.l. ári, 2010.
Shaun spilaði hringina 6 á samtals -12 undir pari, þ.e. 416 höggum ( 68 71 68 68 71 70) og hlaut € 3,776.57 í verðlaunafé. Hann vann sér því inn kortið sitt á Evrópumótaröðina 2011 og hefir verið að spila á Evróputúrnum í ár.
Shaun gekk vel á 1. móti Evrópumótaraðarinnar 2011 – Afríca Open, sem fram fór 6.-9. janúar s.l – varð í 8. sæti og hlaut í verðlaun rúmar € 19.000,- en ekki eins vel á Joburg Open (fyrstu 2 mót Evrópumótaraðarinnar, sem spiluð eru í Suður-Aríku), þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð.
Shaun er fæddur í Pretoríu, 14. maí 1982 og er því 29 ára.
Árið 2001 gerðist Shaun atvinnumaður í golfi og 6 árum síðar, 2007 vann hann sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður á golfvellinum í Cabarrus Country Club í Concord, Norður Karólínu. Fyrstu umferðina spilaði hann 63. Shaun hefir mestmegnis spilað á Sólskinstúrnum, en þar vann hann fyrsta sigur sinn árið 2008, var -13 undir pari í the South African Golf Challege á Fish River Sun, Golf resort Eastern Cape.
Hluti þessarar greinar greinarhöfundar hefir áður birst á iGolf þ.e. 30. janúar 2011, en birtist hér uppfærð og breytt.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023