Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:45

Sólskinstúrinn: Jbe Kruger sigraði á Zimbabwe Open

Jbe’ Kruger sló það sem hann kallaði „fullkomið högg“ á 17. braut Royal Harare Golf Club, þegar hann sigraði á   Golden Pilsener Zimbabwe Open, en mótið er hluti af Sólskinstúrnum suður-afríska.

„Mér líkaði ekkert við þessa 17. holu alla vikuna,“ sagði Krugar sem áður var búinn að fá tvo skolla og par á fyrri hringjum.

„En ég vissi að þessi hola væri sú sem yrði til þess að ég ynni mótið og ég sló algjörlega fullkomið högg og setti púttið niður.“

En sigurinn var ekki í höfn fyrir Kruger þrátt fyrir velgengni á 17. holu.  Á 18. braut sló hann í tré og hann átti lítin sjéns að slá inn á flöt í 2 höggum.  Þannig að hann miðaði bara á bönkerinn sem varði flötina.

„Ég ólst upp á strandvelli,“ sagði Kruger.  „þannig setjir mig bara í bönker og ég er ánægður. Ég sló ekkert sérstakt bönkershögg, en það dugði,“ sagði Kruger ánægður.

Jacques Blaauw varð í 2. sæti 1 höggi á eftir og Haydn Porteous í 3. sæti enn öðru höggi á eftir.

Til þess að sjá úrslitin í   Golden Pilsener Zimbabwe Open SMELLIÐ HÉR: