Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 06:59

Sólskinstúrinn: Doug McGuigan sigraði á Zambía Open

Það voru Doug McGuigan sem fyrir skemmstu varð í 1. sæti á úrtökumóti í Portúgal fyrir Evrópumótaröðina og Jean Hugo, sem voru efstir og jafnir eftir hefðbundna 4 hringi á Zambía Open.

Hvor um sig var á -16 undir pari, 272 höggum; Doug (69 68 66 69) og Jean (70 66 69 67).

Það kom því til æsispennandi umspils milli þeirra og voru úrslit ekki ljós fyrr en á 5. holu umspils, þar sem Doug hafði betur.

Í 3. sæti varð Svisslendingurinn Robert Wiederkehr á -13 undir pari; í 4. sæti varð Bradford Vaughan á -11 undir pari og í 5. sæti varð Allan Versfeld á -9 undir pari.

Til þess að sjá úrslit á Zambía Open smellið HÉR: