Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 16:00

Sólskinstúrinn: Vaughan í 1. sæti í Zambía Open

Divan van den Heever

Það er Bradford Vaughan, sem vermir 1. sætið á Zambía Open. Bradford kom inn á 67 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á -9 undir pari, þ.e. samtals 135 höggum (68 67).

Í 2. sæti eru Jean Hugo og  Divan van den Heever. Divan kom inn á 67 höggum í dag og er samtals búinn að spila á  – 8 undir pari, þ.e. 136 höggum ( 69 67 ). Jean Hugo hins vegar var á 66 höggum, en 70 í gær.

Fjórða sætinu deila síðan 4 kylfingar: Daníel Green, sem leiddi í gær; Doug McGuigan; Wallie Coetzee og Svisslendingurinn Robert Wiederkehr á -7 undir pari.

Hér má sjá stöðuna á Zambía Open þegar mótið er hálfnað: ZAMBÍA OPEN