Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 13:00

Sólskinstúrinn: Darren Fichardt sigraði á Suncoast Classic

Það var Darren Fichardt frá Suður-Afríku, sem sigraði á Suncoast Classic mótinu, sem fram hefir farið undanfarna 3 daga í Durban Country Club í Kwazulu Natal.

Darren sigraði með þó nokkrum yfirburðum var samtals á -13 undir pari, 203 höggum  (70 65 68).

Í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir Darren varð Ulrich van den Berg. Þriðja sætinu deildu síðan Alex Haindl, Allan Versfeld og Waren Abery.

Til þess að sjá úrslit í mótinu smellið HÉR: