Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 13:00

Sólskinstúrinn: Warren Abery sigraði á Nedbank Affinity Cup

Á Sólskinstúrnum fór nú í vikunni, þ.e. dagana 8.-10. nóvember  fram Nedbank Affinity Cup og lauk nú í dag á hinum glæsilega golfvelli Lost City Golf Club í Sun City. Það var Warren Abery sem sigraði á mótinu. Sigurskor hans var upp á samtals 205 högg (70 65 70) þ.e. samtals -11 undir pari.

Warren Abery er fæddur 28. júní 1973 og er því 38 ára. Þetta er 8. sigur hans á Sólskinstúrnum.

Í 2. sæti urðu Andrew Curlewis og Prinavin Nelson á samtals 207 höggum hvor, samtals -9 undir pari, þ.e. 2 höggum á eftir sigurvegaranum, Warren Abery.

Til þess að sjá úrslit í Nedbank Affinity Cup, smellið HÉR: