Solheim Cup stjörnur á leið til Ástralíu
Tvær af skærustu stjörnum Solheim Cup 2013 eru nú á leið til Ástralíu þar sem þær munu taka þátt í Volvik RACV Ladies Masters, en mótið er nú haldið í 25. sinn.
Þetta eru sænski kylfingurinn Caroline Hedwall og enski táningurinn Charley Hull – en jafnframt taka aðrar stórstjörnur þátt í mótinu þ.á.m. heimakonan og golfdrottningin Karrie Webb, en auk þess líka Katherine Hull-Kirk, Rebecca Artis, Stacey Keating, Kristie Smith og Lindsey Wright.
Mótið fer fram 6.-9. febrúar n.k. í RACV Royal Pines Resort.
Caroline Hedwall, sem er mikil vinkona og fyrrum skólasystir Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO, í Oklahoma skaraði fram úr í Solheim Cup, en hún vann það einstæða afrek að sigra í öllum 5 leikjum sínum.
Eygló Myrra var um tíma á pokanum hjá Caroline s.l. sumar, en Caroline er sem stendur nr. 23 á Rolex-heimslista kvenna og varð í 14. sæti á peningalistanum, þar sem hún vann sér inn um US$763,104 (eitthvað um 100 milljónir íslenskra króna).
Hedwall elskar Gullströndina og hefir sagt að Ástralía sé uppáhaldsland sitt, þegar kemur að keppnisferðum.
Charley Hull er nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2013 og stóð sig vel í frumraun sinni í Solheim Cup 2013, þar sem hún var í sigurliðinu. Charley hóf ferilinn á því að verða fjórum sinnum í 2. sæti á Evrópumótaröð kvenna auk þess sem hún varð 5 sinnum meðal topp 10 í þeim 14 mótum sem hún tók þátt í 2013. Strax á 1. ári sínu varð hún í 6. sæti á peningalista LET og vann sér inn € 135.994 (u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna). Charley þyrstir í að sigra nú í ár, 2014 og verður gaman að fylgjast með hvort henni tekst það!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
