Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2015 | 12:55

Solheim Cup: Evrópa 12 1/2 – USA 7 1/2

Fyrsta leiknum lauk nú í tvímenningsleikjum sunnudagsins, en það var leikur Karine Icher og Brittany Lincicome.

Franski snillingurinn Icher náði inn fyrsta sigri Evrópu 3&2 og kom leikum í 11 – 6.

Fyrsta leik dagsins, sem fór á 18. lauk síðan, en það féll á jöfnu milli Lexi og Carlotu A/S.

Bandarísku stúlkurnar eru yfir í flestöllum tvímmenningsleikjunum, eins og við var búist, en skv. allri tölfræði eiga þær líka að vera það m.a. þegar skoðað er staða þeirra á Rolex-heimslistanum.

Liði Evrópu vantar nú aðeins 2 sigra í þeim 10 leikjum sem eftir eru til að vinna keppnina og 1 1/2 til að ná jafntefli, en jafnvel það er ekki gefið – ótrúlega spennandi leikir þar sem allt getur snúist á örskotsstundu!

Morgan Pressel vann síðan leik sinn gegn skosku golfdrottningunni Catrionu Matthew, sem búin er að standa sig svo vel í keppninni – 2&0.

Enska stúlkan Mel Reid var síðan að sigra í sínum leik gegn þeirri bandarísku Brittany Lang.  2&1.

Til þess að sjá stöðuna á skortöflu SMELLIÐ HÉR: