Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 12:30

Solheim Cup 2019: Pettersen hættir á toppnum!

Suzann Pettersen tilkynnti eftir sigurinn á Solheim Cup að hún væri hætt í atvinnumennskunni í golfi.

Það var hún sem skrifaði sig í golfsögubækurnar eftir að hafa sett niður 2,5 metra sigurpútt liðs Evrópu í 2019 Solheim Cup.

Suzann Pettersen eftir að sigurpúttið á Solheim Cup 2019 féll með lið Evrópu að horfa á að baka til. Sætur sigur og Solheim bikarinn aftur kominn til Evrópu!!!

Sjá má hápunkta í tvímenningsleik Suzann Pettersen og Marinu Alex, þar sem sigurpúttið féll með því að SMELLA HÉR: 

Ég hef engin plön fyrir morgundaginn. Ég er hætt,“ sagði Pettersen að sigrinum loknum.

Þetta er hinn fullkomni endir,“ bætti hún við. „Endir á atvinnumannsferli mínum. Það gerist bara ekki betra.

Og þetta er hárrétt hjá Suzann Pettersen; það er best að hætta á toppnum.

Svo ófyndið sem það er átti Suzann ekki einu sinni að vera í þessu Solheim Cup liði. Hún var upprunalega valin til þess að vera varafyrirliði. Hún tók sæti í liðinu vegna þess að upphaflegt val fyrirliðans, Catrionu Matthew, Mel Reid, var að spila virkilega illa.

Suzann var ekkert í neinu dúndurformi heldur eftir 18 mánaða fæðingarorlof, þ.e. eftir fæðingu sonar síns, Hermanns. Hin 38 ára Suzann hafði aðeins spilað í 3 mótum, sem töldu til Rolex stiga á 18 mánuðum og þar af hafði hún ekki komist í gegnum niðurskurð 2 sinnum og besti árangurinn var T-59 árangur í CP Women’s Open. Samt var hún valin í liðið … því eins og áður hefir komið fram á Golf 1, er það reynslan sem er svo dýrmæt í keppni sem Solheim Cup og ekki alltaf bestu kylfingarnir sem standa sig best í liðakeppni, sem Solheim.

„Þetta er eitt af stærstu andartökum, sem hún hefir átt sem Solheim Cup leikmaður,“ sagði Dame Laura Davies, ein af varafyrirliðum Catrionu. „Hún (Suzann) hefir ekkert meira sem hún getur sannað sig í.“

Ef Suzann hefði misst púttið hefði bikarinn verið áfram í Bandaríkjunum. Allt hefði verið jafnt.  En …. Suzann setti púttið niður og bikarinn er nú kominn aftur til Evrópu!!!

Hún (Suzann) fór úr því að vera herfan í hetju í einni sveiflu,“ sagði Davies ennfremur. „Það er ekki hægt að breiða yfir 2015 atvikið, sem breytti allri Solheim bikars keppninni. En það er næs fyrir hana að hún getur komið aftur 4 árum síðar og unnið bikarinn fyrir okkur með einni stroku.“

Hún (Suzann) hefir verið í forystu í evrópsku kvennagolfi,“ sagði fyrirliðinn Catriona Matthew, stolt af liðsmanni sínum, Suzann Pettersen. „Hún hefir bara verið gríðarlega stór hluti af kvennagolfinu og Solheim Cup. Þetta er svo sérstök stund fyrir hana. Ef þetta er síðasta andartakið í atvinnumennskunni fyrir hana, þá er gott að hún hættir á toppnum.“

Þó Suzann Pettersen hafi hætt í atvinnumennskunni þá hefir hún eflaust ekki sagt skilið við golf að öllu leyti. Vonandi eigum við eftir að sjá hana í fyrirliðahlutverki í Solheim Cup einhvern daginn. Hún er hokin af reynslu eftir að hafa tekið þátt í 9 Solheim bikars keppnum.