Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 07:00

Solheim Cup 2017: Kerr með stigamet

Staðan á Solheim Cup 2017  eftir 2. dag er 10 1/2-5 1/2 bandaríska liðinu í vil, en þar með jafnaði bandaríska liðið fyrra met um mesta mun milli liðanna tveggja eftir í þau 15 skipti sem mótið hefir farið fram fyrir lokadag.

Cristie Kerr og Lexi Thompson unnu báða leiki sína á laugardeginum; fyrst unnu þær Jodi Ewart Shadoff og Caroline Masson 5&3 í fjórmenningi laugardagsmorgunsins og svo Georgiu Hall og Catrionu Matthew 4&2 í fjórboltanum eftir hádegið á laugardeginum.

Með þessum tveimur sigrum hefir Kerr unnið 20 stig fyrir bandaríska liðið í þeim Solheim Cup mótum sem hún hefir tekið þátt í.

Þetta eru met; þ.e. flest stig bandarísks kylfings í Solheim Cup viðureignunum.

Fyrra met átti fyrirliðinn Juli Inkster þ.e. 18 1/2 stig.